Þriðjudagur, 18. september 2018

Börn og starfsfólk áttu góðan dag mánudaginn var á degi íslenskrar náttúru. Farið var í göngutúra og ýmislegt rannsakað. Fallegt haustveðrið lék við okkur. 

Fimmtudagur, 13. september 2018

Lions-klúbburinn Eðna kom færandi hendi í dag og færði leikskólanum Skýjaborg gjafapakka með læsishvetjandi námsefni. Menntamálastofnun í samstarfi við Lions-hreyfinguna gefur pakkana. Þessi gjöf er liður í þjóðarsáttmála um læsi og styður við undirstöðuþætti læsis. Við þökkum kærlega fyrir okkur. Þetta nýtist vel. 

  • Skýjaborg
Miðvikudagur, 12. september 2018

Skóladagatali Skýjaborgar hefur verið örlítið breytt, en bóndadagur og konudagur voru á röngum vikum. Það hefur verið leiðrétt og skóladagatal uppfært. 

Sjá undir Skýjaborg - Skólastarfið - Skóladagatal. 

Skóladagatal 2018-2019 

Þriðjudagur, 11. september 2018

Það er skipulagsdagur hjá okkur föstudaginn 14. september og leikskólinn því lokaður. Á skipulagsdaginn fer starfsfólk á Karellen námskeið, heldur deildarfundi og starfsmannafund þar sem farið verður yfir markmið, aðferðir, leiðir og áherslur leikskólans. 

mánudagur, 20. ágúst 2018

Þessa dagana eru starfsmenn Heiðarskóla að undirbúa komu nemenda fyrir 53. starfsár skólans. Skólinn verður settur á morgun, þriðjudaginn 21. ágúst, kl. 16:00, stutt athöfn í sal skólans og kaffiveitingar í lokin. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. ágúst. Þá hefst einnig skólaakstur. 

Pages