Miðvikudagur, 21. febrúar 2018

Skólahald fellur niður í Heiðarskóla í dag, miðvikudaginn 21. febrúar, vegna veðurs. 

mánudagur, 19. febrúar 2018

Árlega í jan/feb blöndum við saman fræjum og fitu og búum til fuglafóður fyrir smáfuglana. Það gerðum við í síðustu viku og hengdum upp í tré og settum á snjóinn. Fuglarnir hafa aðeins látið sjá sig eins og sjá má ef vel er að gáð á myndinni hér. Með þessari vinnu verða börnin betur meðvituð um náttúruna, dýralífið og þá smáfugla sem eru hjá okkur allan ársins hring. 

Þriðjudagur, 13. febrúar 2018

Í gær fórum við af stað með lítið samstarfsverkefni við Sundhópinn 60+. Í tenglsum við sundleikfimi koma nokkrir úr hópnum tvisvar í viku til að hlusta á nemendur okkar í 5. - 10. bekk lesa. Skemmst er frá því að segja að sundhópurinn tók mjög vel í þetta verkefni sem fór vel af stað í gær. Við erum stolt af því að fá lestrarvini í skólann okkar og teljum þetta góða leið til að auka lestrarþjálfun í skólanum og vonandi áhuga líka. 

Þriðjudagur, 13. febrúar 2018

Fimmtudaginn 8. febrúar hófst dansnámskeið í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Íris Ósk Einarsdóttir, danskennari, sér um kennsluna eins og undanfarin ár. Hún kennir á mánudögum í Skýjaborg og mánudögum og fimmtudögum í Heiðarskóla. Mánudaginn 19. mars lýkur námsskeiðinu með danssýningu á báðum starfsstöðum skólans.  

Föstudagur, 9. febrúar 2018

Elsta árgangi í leikskóla (2012) á Akranesi og Hvalfjarðarsveit var boðið í heimsókn á slökkvistöðina í dag. Þráinn slökkvistjóri tók á móti börnunum og sagði þeim frá 112 deginum sem er á sunnudaginn og svo var horft á nýja mynd með Gló og Loga. Í henni var farið yfir mikilvægi þess að hafa reykskynjara í húsum, slökkvitæki tiltæk, eldvarnarteppi í eldhúsum og hringja í 112 ef upp kemur eldur. Eftir áhorfið fengu börnin nokkuð frjálsar hendur að skoða slökkviliðsbílana, máta hjálma og sprauta vatni úr slöngu. 

Pages