Skýjaborg

Þriðjudagur, 18. september 2018

Börn og starfsfólk áttu góðan dag mánudaginn var á degi íslenskrar náttúru. Farið var í göngutúra og ýmislegt rannsakað. Fallegt haustveðrið lék við okkur. 

Fimmtudagur, 13. september 2018

Lions-klúbburinn Eðna kom færandi hendi í dag og færði leikskólanum Skýjaborg gjafapakka með læsishvetjandi námsefni. Menntamálastofnun í samstarfi við Lions-hreyfinguna gefur pakkana. Þessi gjöf er liður í þjóðarsáttmála um læsi og styður við undirstöðuþætti læsis. Við þökkum kærlega fyrir okkur. Þetta nýtist vel. 

  • Skýjaborg
Miðvikudagur, 12. september 2018

Skóladagatali Skýjaborgar hefur verið örlítið breytt, en bóndadagur og konudagur voru á röngum vikum. Það hefur verið leiðrétt og skóladagatal uppfært. 

Sjá undir Skýjaborg - Skólastarfið - Skóladagatal. 

Skóladagatal 2018-2019 

Þriðjudagur, 11. september 2018

Það er skipulagsdagur hjá okkur föstudaginn 14. september og leikskólinn því lokaður. Á skipulagsdaginn fer starfsfólk á Karellen námskeið, heldur deildarfundi og starfsmannafund þar sem farið verður yfir markmið, aðferðir, leiðir og áherslur leikskólans. 

  • Skýjaborg
Þriðjudagur, 29. maí 2018

Á dögunum vorum við með rýmingaræfingu með börnunum. Slökkviliðsstjórinn, Þráinn, kom og fylgdist með. Allir stóðu sig rosalega vel. Engin hræðsla á börnum. Daginn eftir fór brunabjallan aftur í gang vegna brauðristar og voru börnin fljót að bregðast við og ætluðu að drífa sig út. Þetta er gott tækifæri til að spjalla við börnin um brunavarnir heima fyrir.

Pages