Heiðarskóli

mánudagur, 20. ágúst 2018

Þessa dagana eru starfsmenn Heiðarskóla að undirbúa komu nemenda fyrir 53. starfsár skólans. Skólinn verður settur á morgun, þriðjudaginn 21. ágúst, kl. 16:00, stutt athöfn í sal skólans og kaffiveitingar í lokin. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. ágúst. Þá hefst einnig skólaakstur. 

sunnudagur, 8. júlí 2018

Heiðarskóli opnar aftur eftir sumarlokun þriðjudaginn 7. ágúst. Skólasetning Heiðarskóla verður þriðjudaginn 21. ágúst kl. 16:00. Kennsla samkvæmt stundaskrá hefst miðvikudaginn 22. ágúst. Þá hefst einnig skólaakstur. 

Fimmtudagur, 7. júní 2018

Í gær voru skólaslit Heiðarskóla. Sannkölluð hátíðarstemning var í salnum þegar veittar voru viðurkenningar fyrir nefndar- og félagsstörf, töltmeistari skólans Rakel Ásta Daðadóttir fékk farandbikar og stigahæsti bekkur skólans á íþróttadegi, 10. bekkur, fékk farandskjöld. Vinningsatriðið úr hæfileikakeppni var flutt, gestir sungu saman Heiðarskólalagið og útskriftarnemi spilaði River Floas. Hápunktur athafnarinnar var útskrift nemenda í 10. bekk.

Skólaslit Heiðarskóla 2018

Þriðjudagur, 5. júní 2018

Í dag er borinn til grafar fyrrverandi nemandi okkar og vinur Einar Darri Óskarsson sem í blóma lífsins var tekinn frá okkur alltof snemma. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst þessum skemmtilega og ljúfa dreng og notið samveru hans þau 7 ár sem hann stundaði nám hjá okkur. Einar Darri hóf nám við Heiðarskóla í 3. bekk haustið 2008 en færði sig um set eftir 9. bekk vorið 2015. Til þessa tíma lítum við nú með söknuði en jafnframt mikilli gleði.

mánudagur, 4. júní 2018

Skólaslit Heiðarskóla verða miðvikudaginn 6. júní kl. 16:00. Hátíðarathöfn verður í sal skólans þar sem við útskrifum nemendur 10. bekkjar. Eftir athöfn fara aðrir nemendur með umsjónarkennurum í heimastofur og taka við vitnisburði vetrarins. Að lokum verður öllum boðið í hátíðarkaffi. Allir hjartanlega velkomnnir.  

Föstudagur, 1. júní 2018

Íþróttadagur Heiðarskóla gekk heilt yfir ljómandi vel. Nemendur kepptu í alls kyns íþróttagreinum. Veðrið var lygnt og gott en frekar svalt. Nemendur voru jákvæðir og lögðu sig fram. Eftir keppni fór fram verðlaunaafhending, stigahæstu nemendur hvers bekkjar fengu verðlaunapening, þeir voru:

Fleiri myndir frá íþróttadegi

Íþróttadagur Heiðarskóla 2018

mánudagur, 28. maí 2018

Það var gaman í tómstund í góða veðrinu í dag. Börnin léku sér í fjölbreyttum leikjum og ekki annað að sjá en þau væru að njóta sín í frjálsum leik eins og sjá má á myndum sem komnar eru í myndaalbúm. 

Pages